Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ari Jochumsson

(24. mars 1839–1921)

Kennari, skáld.

Foreldrar: Jochum Magnússon í Skógum í Þorskafirði og kona hans Þóra Einarsdóttir. Ólst upp að Kollabúðum. Var síðan um tíma á Stað á Reykjanesi, hjá síra Ólafi E. Johnsen og mun hafa numið þar sitt hvað.

Bjó í Runkahúsum á Reykjanesi 1862–T4. Stundaði síðan barnakennslu vestan og norðan lands fram á efstu ár. Var heiðursfélagi kennarafélags Þingeyinga. Vel gefinn og hagmæltur.

Eftir hann eru pr. Rímnaflokkar um helztu afrek alþingis 1905, Ak. 1906.

Kona (1862). Katrín (d. 1904) Jónsdóttir á Höllustöðum á Reykjanesi, Magnússonar. Af börnum þeirra komst upp: Síra Jón í Húsavík (Skólablaðið, 7. og 13. árg. o. fl).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.