Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ari Hálfdanarson

(19. sept. 1851–26. apr. 1939)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Hálfdan Jónsson í Odda og Heinabergi á Mýrum í Hornafirði og kona hans Ingunn Sigurðardóttir á Reynivöllum í Suðursveit, Arasonar.

Bjó lengstum á Fagurhólsmýri í Öræfum. Vel gefinn maður og áhugasamur um framfarir, kom t. d. fyrstur í Öræfum á rafveitu á heimili sínu, búhöldur góður og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Dbrm., r. af fálk.

Kona (1881): Guðrún (d. 4. apr. 1924) Sigurðardóttir að Kvískerjum, Ingimundarsonar.

Börn þeirra: Sigurður á Fagurhólsmýri, Helgi rafvirki sst., Hálfdan á Bakka á Mýrum, Þrúður átti Björn Pálsson að Kvískerjum, Guðrún ljósmóðir átti Guðjón Eyjólfsson í Djúpavogi, Ingunn, Guðný átti Jón Jónsson á Fagurhólsmýri (Óðinn XXII; Heimilisblaðið, 28. árg.; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.