Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Otto (Frederik) Tulinius

(20. júní 1869–22. jan. 1948)

. Kaupmaður, útgerðarmaður. Foreldrar: Carl Daníel (d. 16. febr. 1905, 69 ára) Tulinius kaupmaður á Eskifirði og kona hans Guðrún (d. 30. ág. 1904, 69 ára) Þórarinsdóttir prófasts á Hofi í „Álftafirði, „Erlendssonar.

Stundaði verzlunarnám í Kh. í 3 ár og var síðan skrifstofumaður þar um hríð. Var við verzlun hjá föður sínum á Eskifirði um skeið; kaupmaður á Papós 1895–97; í Höfn í Hornafirði 1897–1901; hóf fyrstur manna byggð og verzlun þar. Gerðist kaupmaður á Akureyri 1901; rak verzlun þar til 1920 og einnig útgerð til æviloka. Dvaldist í Kh. 1920–29, en átti annars alltaf heima á Akureyri frá aldamótum til æviloka. Vísikonsúll Svía í mörg ár. Lengi í bæjarstjórn Akureyrar og forseti hennar um skeið. R. af Vasaorðunni sænsku. Kona (3. ág. 1895): Valgerður (f. 14. janúar 1874) Friðriksdóttir póstmeistara á Akureyri, Möllers. Börn þeirra: Páll Ásbjarnarson (Bjarnarson) (um 1390– 1446 eða lengur). Prestur. Foreldrar: Ásbjörn (Björn) Hallsson og Guðrún Gunnarsdóttir. Hélt Hjarðarholt í Dölum 1434–46. Son hans: Kálfur, faðir Ara, föður Péturs lögréttumanns á Sólheimum í Mýrdal (Dipl. Isl. IT –IV; SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.