Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Otti Effersö

(8. okt. 1785–12. febr. 1818)

Sýslumaður.

Foreldrar: Guðmundur Jónsson í Skildinganesi og kona hans Guðríður Ottadóttir að Hrólfsskála, Ingjaldssonar. Stúdent úr heimaskóla 1802. Var nokkur ár skrifari stiftamtmanns, settur sýslumaður í Gullbringuog Kjósarsýslu frá 15. ág. 1812–29. apr. 1814, fór utan s.á., tók próf í dönskum lögum 1816, með 1. einkunn í báðum prófum, fekk Snæfellsnessýslu 17. maí 1817 og hélt til æviloka.

Ókv. Laundóttir hans (með Elínu Egilsdóttur Sandholt): Solveig átti fyrst Jón prentara Vigfússon, síðar Jón prentara Jónsson (BB. Sýsl.; Tímar. bmf. III; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.