Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Ormur Þorvarðsson
(– – 1629)
Prestur, Faðir: Þorvarður lögréttumaður Þórólfsson að Suðurreykjum (Ormur líkl. laungetinn). Er orðinn prestur í Seltjarnarnesþingum a. m. k. 1593, fekk Stað í Grindavík um 1600, Reynivöllu 1603, fekk skyndilega málleysi, en batnaði þó aftur, og var dæmdur á tillag til uppgjafapresta 1618.
Kona 1 (ónefnd).
Kona 2: Elísabet Ólafsdóttir umboðsmanns Bagges (Janssonar).
Synir þeirra: Síra Erasmus í Borgarþingum, síra Jens í Mjóafirði, Þórólfur, en óvíst er, hvort síra Jón í Laugardælum og síra Rögnvaldur í Möðrudal hafa verið synir hans með henni eða fyrstu konunni.
Kona 3: Guðrún Jónsdóttir lága að Fjalli, Ásgrímssonar, ekkja síra Ketils Halldórssonar í Kaupangi og síðan Jörundar bryta Hálfdanarsonar í Skálholti; þau síra Ormur bl. (HÞ.; SGrBf.).
Prestur, Faðir: Þorvarður lögréttumaður Þórólfsson að Suðurreykjum (Ormur líkl. laungetinn). Er orðinn prestur í Seltjarnarnesþingum a. m. k. 1593, fekk Stað í Grindavík um 1600, Reynivöllu 1603, fekk skyndilega málleysi, en batnaði þó aftur, og var dæmdur á tillag til uppgjafapresta 1618.
Kona 1 (ónefnd).
Kona 2: Elísabet Ólafsdóttir umboðsmanns Bagges (Janssonar).
Synir þeirra: Síra Erasmus í Borgarþingum, síra Jens í Mjóafirði, Þórólfur, en óvíst er, hvort síra Jón í Laugardælum og síra Rögnvaldur í Möðrudal hafa verið synir hans með henni eða fyrstu konunni.
Kona 3: Guðrún Jónsdóttir lága að Fjalli, Ásgrímssonar, ekkja síra Ketils Halldórssonar í Kaupangi og síðan Jörundar bryta Hálfdanarsonar í Skálholti; þau síra Ormur bl. (HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.