Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ormur Ófeigsson

(16. og 17. öld)

Prestur. Faðir hans mun vera Ófeigur Ormsson frá Bræðratungu (enn á lífi 1571); hann átti og annan son með sama nafni. Hefir orðið prestur á Snæúlfsstöðum skömmu fyrir eða um 1570, fengið Þingvöllu um 1572, Landþing 1588 (eða 1587), orðið að hrökklast þaðan 1591 af deilum við Erlend sýslumann Magnússon og fleiri sóknarmenn sína, búið síðan 2 ár embættislaus í Öndverðanesi, fengið Kirkjubæ í Vestmannaeyjum 1593, en orðið að hrökklast þaðan um 1608, búið síðan embættislaus að Stóra Hofi í Eystra Hrepp. Hann átti jafnan illdeilur við menn, hvar sem hann var (sjá t. d. Alþb. Ísl. IV).

Kona (líkl. s. k.): Þorgerður Sigmundsdóttir, og átti hún síðar Hjalta í Hildisey Erlendsson, Hjaltasonar í Teigi. Synir hans hafa verið Stefán og Þorsteinn, er getur í Vestmannaeyjum 1605 og oftar, og líkl. Ófeigur (HÞ.; SGrBf.; sjá og PEÓI. Mm.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.