Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ormur Árnason

(apr. 1778–5. apr. 1802)

Skrifari.

Foreldrar: Árni að Selalæk Ormsson (prests að Reyðarvatni, Snorrasonar) og kona hans Þuríður Loptsdóttir prests að Krossi, Rafnkelssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1796, stúdent 1801 (fremur en 1800), ef hann hefir orðið stúdent, má vera hætt námi 1800. Fór til föðurbróður síns, síra Vigfúsar á Valþjófsstöðum, en varð 1801 skrifari Þórðar sýslumanns Thorlaciuss í Eskifirði og andaðist þar.

Laundóttir hans (14. febr. 1802) með Snjólaugu Guðmundsdóttur (er síðar átti Erlend Stefánsson í Geitagerði) hét Björg (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.