Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ormur Vigfússon

(1576–28. jan. 1675)

Sýslumaður.

Foreldrar: Vigfús sýslumaður Jónsson á Kalastöðum og kona hans Ragnhildur Þórðardóttir lögmanns, Guðmundssonar, Fór utan 1595 með hirðstjóranum Brostrup Gedde, þókti efnismaður, en nokkuð aðsúgsmikill og afarmenni. Hann bjó fyrst að Skála undir Eyjafjöllum, er hann var nýkominn til landsins, en lengstum (líkl. frá 1603) í Eyjum í Kjós, og er við þær kenndur. Hann var lengi í þjónustu Gísla lögmanns Hákonarsonar, hélt Kjósarsýslu í umboði hans 1612–13, fekk Borgarfjarðarsýslu 1625 (eða 1624) og hélt til 1636, sleppti henni þá og varð ráðsmaður Skálholtsstaðar 4 ár, tók Kjósarsýslu 1643, sagði henni af sér 1662, var kararmaður 7 síðustu árin, Hann var orðlagður dugnaðar- og afreksmaður; má vera, að hann hafi verið hagmæltur (sjá PEÓI. Mm.).

Kona (1597): Guðríður eldri (f. 1578, d. 20. júlí 1668) Árnadóttir prests í Holti undir Eyjafjöllum, Gíslasonar,

Börn þeirra, sem upp komust: Vigfús, Þórður, Hákon sýslumaður í Rangárþingi, Ingibjörg átti Björn Gíslason í Bæ, Guðrún átti Guðmund Narfason að Hálsi í Kjós, Jórunn átti síra Jón Oddsson að Skrauthólum, Guðrún yngri átti síra Halldór Ketilsson á Kálfafellsstað, Guðrún yngsta átti Ásbjörn Guðmundsson, Dómhildur átti fyrr Árna bartskera Halldórsson, varð síðar f. k. Hjalta Pálssonar, Ásta átti síra Guðmund Bjarnason í Laugardælum, Þuríður átti Þorvarð Magnússon í Bæ, Kristín átti Sigurð lögréttumann Guðmundsson að Brekku á Hvalfjarðarströnd, Guðríður d. 1718, 104 ára (BB. Sýsl.; PEÓI. Mm.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.