Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ormur Sturluson

(1516–1575)

Lögmaður norðan og vestan 1547–53 og 1568–72.

Foreldrar: Sturla sýslumaður Þórðarson að Staðarfelli og kona hans Guðlaug Finnbogadóttir lögmanns, Jónssonar.

Fekk Munkaþverárklaustur og Snæfellsnessýslu með konungsbréfi 1546. Missti lögsögn og lén vegna vanskila 1553. Fekk frá konungi aftur lögsögn og Barðastrandarsýslu 8. apr. 1568.

En Eggert Hannesson gekk þá í móti konungsboði, svo að Ormi gagnaðist ekki lögsögnin það ár.

Fekk Möðruvallaklaustur 1569, en missti það aftur 1570 og lögmannsdæmið með dómi 1572.

Kemur mjög við Möðruvallamál (arf eftir Þorleif Grímsson).

Andaðist í Kh. í málum sínum.

Kona (1535): Þorbjörg Þorleifsdóttir á Möðruvöllum, Grímssonar.

Börn þeirra: Gunnlaugur í Leyningi í Eyjafirði (og eru þaðan ættir); enn eru talin: Guðlaug, Sturla, Helga, Ólafur (Dipl. Isl.; Safn II; BB. Sýsl.; PEÓI. Mm.; Saga Ísl. IV).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.