Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ormur Snorrason

(um 1707– mars 1776)

Prestur.

Foreldrar: Síra Snorri Jónsson í Görðum á Akranesi og kona hans Hallgerður Gottskálksdóttir prests, Oddssonar. Lærði fyrst hjá síra Jóni Halldórssyni í Hítardal, tekinn í Skálholtsskóla 1727, stúdent 1733, var 1736 hjá móður sinni í Heynesi, fekk Keldnaþing 11. maí 1737, og hafði Jón byskup Árnason látið hann veturinn fyrir rifja upp trúarbrögðin, og líkuðu honum vel framfarir hans, vígðist 19. s.m., bjó fyrst að Keldum, en að Reyðarvatni 1752–4, Hann var hagleiksmaður og bókbindari. Fær góðan vitnisburð í skýrslum Harboes, þótt hann telji hann ekki lærðan; Finnur byskup ber honum líkt vitni og telur hann ekki ólærðan, en nokkuð sérlundaðan, og síra Ólafur Gíslason í Odda, síðar byskup, segir, að hann sé „einn með beztu mönnum bæði í kenningu og lifnaði“.

Kona 1 (1744). Guðlaug (f. 1721, d. 1751) Árnadóttir smiðs að Kornmúla, Arnórssonar.

Börn þeirra: Magnús lyfsali í Nesi, Gottskálk í Hallgeirsey, Árni að Selalæk, Grímur, síra Vigfús á Valþjófsstöðum (móðir hans dó að fæðingu hans), Hallgerður.

Kona 2: Þórunn (d. 1759) Þorsteinsdóttir stúdents í Dufþekju, Jónssonar (prests í Stórólfshvolsþingum, Þorsteinssonar), ekkja Marteins Björnssonar og síðan Gríms lögréttumanns að Reyðarvatni, Jónssonar; þau síra Ormur bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.