Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ormur Snorrason

(14. og 15. öld)

Lögmaður sunnan og austan 1359–68 (eða 65) og 1374–5.

Foreldrar: Snorri lögmaður Narfason og má vera kona hans Þóra. Bjó að Skarði á Skarðsströnd, kemur síðast við skjöl 13. apr. 1401. Hans getur í vísunum um Grundarbardaga. Var auðmaður mikill.

Hafði hirðstjórn vestra 1366–S8. Hefir haft sýslu um Þórsnesþing síðar á öldinni.

Kona: Ólöf Jónsdóttir hvamms, Sveinssonar,

Börn þeirra: Jón prestur langur í Hjarðarholti, Guttormur í Þykkva Skógi, Guðmundur, Þorbjörg átti Ólaf tóna Þorleifsson (Ísl. Ann.; Dipl. Isl.; Safn II; SD. í BB. Sýsl. og Lögm.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.