Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ormur Ormsson

(1241–26. sept. 1270)

Goðorðsmaður.

Foreldrar: Ormur Jónsson Svínfellingur og kona hans Álfheiður Njálsdóttir úr Skógum. Gekk síðastur íslenzkra höfðingja á hönd Noregskonungi (1264).

Fór til Noregs 1268. Fekk með Hrafni Oddssyni forráð yfir öllu landi, en drukknaði með skipverjum sínum í Herðluveri í Noregi (Dipl. Isl.; Ob. Isl.; Isl. Ann.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.