Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ormur Narfason

(16. og 17. öld)

Prestur.

Foreldrar: Narfi sýslumaður Ormsson í Reykjavík og Guðrún Magnúsdóttir að Espihóli, Brynjólfssonar. Er orðinn prestur í Hólssókn í Bolungarvík 1598, er þar enn 1601, fekk síðan Borgarþing (Ferjubakka), kemur þar við skjöl 1605, hefir fengið Breiðabólstað á Skógarströnd um 1620, lét þar af prestskap 1650, hafði síðan tillag af prestsetrum, enn á lífi 1. sept. 1659.

Kona: Steinunn Hallkelsdóttir prests í Seltjarnarnesþingum, Stefánssonar.

Börn þeirra: Síra Jón „litli“ í Miðdalaþingum, Erlendur var í Vestfjörðum, raupsamur og fór með kukl, fór síðan austur, Erlendur (annar), Sigríður átti Harris Vilhjálmsson að Hraunskarði, Narfi varð holdsveikur, Sigurður beykir fór utan, Haukur (HÞ; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.