Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ormur Loptsson

(15. öld)

Hirðstjóri.

Foreldrar: Loptur ríki skáld Guttormsson og Kristín Oddsdóttir lögmanns lepps, Þórðarsonar. Varð hirðstjóri norðan og vestan um 1432 og (má vera) til 1445–6.

Bjó að Staðarhóli frá því um 1432, en í Víðidalstungu frá 1435. Hann mun hafa d. 1446 og mun ekki vera sá Ormur, er orkti rímur af Vilmundi viðutan, sem enn eru til.

Kona (17. okt. 1434): Solveig (d. 1479) Þorleifsdóttir að Auðbrekku og Vatnsfirði, Árnasonar. Synir þeirra: Einar að Stórólfshvoli, Loptur að Staðarhóli.

Solveig ekkja hans sló sér saman við Sigmund prest Steinþórsson, átti börn með honum og var lengstum með honum til æviloka (Dipl. Isl.; Kvæðasafn bmf., Rv. 1922–7; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.