Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ormur Jónsson, Svínfellingur

(– –5. sept. 1241)

Goðorðsmaður að Svínafelli, skáld.

Foreldrar: Jón Sigmundsson að Svínafelli (af Svínfellingakyni í beinan legg) og kona hans Þóra eldri Guðmundsdóttir gríss á Þingvelli, Ámundasonar.

Bræður Orms samfeðra: Brandur byskup, Þórarinn á Valþjófsstöðum (faðir Þorvarðs og Odds).

Kona: Álfheiður Njálsdóttir úr Skógum, Sigmundssonar.

Börn þeirra: Sæmundur, Guðmundur, Ormur, Þóra átti Krák Tómasson. Laundóttir Orms: Oddný átti Finnbjörn Helgason (Digur-H.). Ormur var mestur höfðingi í Austfirðingafjórðungi um sína daga og kom við marga atburði, er Sturl. getur, og talinn vinsælastur allra óvígðra höfðingja á Íslandi, um þær mundir er hann lézt (1 erindi eftir hann er í Sturl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.