Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ormur Jónsson

(– – 1564)

Sýslumaður í Reykjavík.

Foreldrar: Jón sýslumaður Árnason (ábóta, Snæbjarnarsonar) og kona hans Ingibjörg Narfadóttir sýslumanns í Fagradal, Sigurðssonar. Hafði sýsluvöld bæði í Árnesþingi (enn 1557 og 1562) og í Þverárþingi sunnan Hvítár (um 1560 og það bil).

Kona: Katrín Hallsdóttir (systir Solveigar, konu Þorleifs Grímssonar á Möðruvöllum).

Synir þeirra: Narfi lögréttumaður í Reykjavík, Ögmundur lögréttumaður sst. (Dipl. Isl.; BB. Sýsl., með sjálfsögðum lagfæringum á ættfærslum).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.