Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ormur Jónsson

(– – 12. mars 1665)

Lögréttumaður í Kolsholti, síðar á Skúmsstöðum á Eyrarbakka.

Foreldrar: Síra Jón Stefánsson að Mosfelli í Grímsnesi og kona hans Þorgerður Jónsdóttir yngra lrm. á Einarsstöðum, Ormssonar. Var virtur maður, við og við lögsagnari í Árnesþingi.

Kona: Guðrún Sveinbjarnardóttir á Skúmsstöðum, Geirmundssonar.

Börn þeirra: Stefán, Sveinn, Jón á Skúmsstöðum, Þórunn s. k. síra Gottskálks Oddssonar, er prestur hafði verið í Miðdal (Alþb. Ísl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.