Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ormur Jónsson

(um 1642–1721)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Höskuldsson að Hálsi í Hamarsfirði og kona hans Halldóra Bjarnadóttir prests á Kolfreyjustað, Ormssonar, Tekinn í Skálholtsskóla 1660, mun hafa orðið stúdent 1666, fekk Háls 16. okt. 1670 og vígðist s.d., hafði og Papey að léni, lét af prestskap 1709.

Kona (9. ág. 1673). Herdís (56 ára 1703) Guðmundsdóttir prests að Stafafelli, Lárentíussonar.

Sonur þeirra: Síra Guðmundur að Stafafelli (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.