Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ormur Jónsson

(16. og 17. öld)

Lögsagnari í Gufudal fremra.

Foreldrar: Síra Jón Þorleifsson í Gufudal og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir, Sigurðssonar. Talinn mikilmenni af sjálfum sér, hafa haft lögsögn í Barðastrandarsýslu um 1589–91 og orðið mjög gamall.

Kona 1: Ragnhildur Steindórsdóttir sýslumanns á Ökrum, Finnssonar.

Sonur þeirra: Steindór.

Kona 2: Ragnhildur Oddsdóttir að Borg (eða Öskjuholti), Tómassonar.

Börn þeirra: Síra Jón að Kvennabrekku, Sigríður átti síra Gunnlaug Bjarnason í Saurbæjarþingum, Halldóra (sumstaðar talin laundóttir Orms) átti Kolbein Eyjólfsson, Kolbeinssonar. Launsynir Orms eru taldir: Grímur, Steindór og Þorsteinn, allir bl., Steindór annar (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.