Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ormur Jónsson

(16. og 17. öld)

Prestur. Faðir (líkl.): Síra Jón Finnbogason að Laufási. Hans getur í skjölum 1549–91. Hann mun fyrst hafa þjónað Flateyjarsókn á Skjálf anda, en átt þó heima að Laufási hjá föður sínum. Virðist síðan hafa verið prestur í Fljótum (Knappsstöðum?). Hefir líkl. átt dóttur síra Jóns Brandssonar og þeirra son verið Gunnlaugur að Yzta Mói; Gunnar í Tungu í Fljótum, Grímur og Ormur, sem allir koma við skjöl í lok 16. aldar og síðar, munu líkl. vera synir síra Orms við annarri konu eða öðrum konum. Hann er enn á lífi 1601, uppgjafaprestur og fær styrk (HE. Presb.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.