Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ormur Jónsson

(15. og 16. öld)

Sýslumaður.

Foreldrar: Jón sýslumaður Ásgeirsson í Ögri og kona hans Kristín Guðnadóttir, Oddssonar lögmanns lepps. Kann að vera sá, er haldið hefir Múlaþing 1492 eða dæmt þar dóm. Hélt með vissu Snæfellsnessýslu 1497–1501; mun látinn um 1503. Átti skærur við byskupana Magnús Eyjólfsson (vegna hjúskapar síns) og Stefán Jónsson.

Kona (hjúskaparleyfi frá umboðsmanni páfa um 1481); Ingibjörg Eiríksdóttir.

Börn þeirra: Sigurður, er lengi var sveinn Ögmundar byskups Pálssonar, 7 Kristín átti Erling að Brjánslæk Gíslason í Haga, Filippussonar, Solveig (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.