Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ormur Egilsson

(um 1566–1635)

Prestur. Ætt ókunn.

Fekk Kálfatjörn 1580, gegndi jafnframt Kirkjuvogssókn um 1590, fekk Mosfell í Mosfellssveit 1623 og hélt til 1625, sleppti þar prestskap og fluttist aftur að Kálfatjörn, til sonar síns, varð prófastur í Kjalarnesþingi 1618 og hélt því starfi eftir að hann lét af prestskap, en sagði því af sér 1634.

Kona: Bergljót Bjarnadóttir prests á Stað í Grindavík, Sumarliðasonar.

Börn þeirra: Egill(?), síra Bjarni á Kolfreyjustað, síra Ámundi að Kálfatjörn, síra Sumarliði að Mosfelli í Mosfellssveit, Guðrún eldri átti Þorstein Árnason frá Grýtubakka, Magnússonar, Guðrún yngri átti Þorstein Helgason, Úlfhéðinssonar, Ingibjörg átti Egil Egilsson (sjá alþb. 1633), Ástríður átti Eirík Eyjólfsson að Heinabergi í Hornafirði (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.