Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ormur Daðason

(ág. 1684– júní 1744)

Sýslumaður.

Foreldrar: Síra Daði Steindórsson í Otradal og kona hans Jóhanna Jónsdóttir prests að Kvennabrekku, Ormssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1699, stúdent 1706. Var um tíma ráðsmaður í Haukadal í Byskupstungum hjá „Þuríði Sæmundsdóttur (ekkju síra Halldórs Torfasonar í Gaulverjabæ), og arfleiddi hún hann. Síðar tók hann frænda sinn, Leirulækjar-Fúsa, í próventu til sín; síðar varð hann (til 1712) ráðsmaður í Skálholti, en fluttist vestur og mun fyrst hafa búið í Flatey, að Reykhólum frá 1716, í Bæ á Rauðasandi frá 1725, og að Fagradal innra frá 1728 til æviloka, fekk Strandasýslu 1718, var og settur sýslumaður í Barðastrandarsýslu 1723–A4, fekk Dalasýslu 1727 (konungsveiting 4. júní 1728) og hélt til æviloka, varð aðstoðarmaður Hans lögmanns Beckers 1741 og sat í lögmannssæti í veikindum hans á alþingi 1741–3, var og mjög notaður til dómarastarfa utan sýslu í hinum miklu málaferlum, er þá gengu framan af sýslutíð hans; sjálfur slapp hann frá málaferlum að mestu, nema við Snæbjörn Pálsson (Mála-Sn.). Hannn var vitur maður og lögspakur, stjórnsamur, sefaði óeirðir, iðjumaður mikill og vel að sér, stilltur og stöðuglyndur, auðmaður mikill, gaf 2 jarðarparta Otradals- og Garpsdalskirkjum; varð á síðustu árum nokkuð undarlegur í geði. Var talinn með helztu sýslumönnum 96 sinna daga; þókti kvenhollur nokkuð. Hafði gaman af fornfræðum og studdi Árna frænda sinn Magnússon í handritasöfnun, skrifaði og lét skrifa upp fyrir hann handrit og skjöl. Eftir hann er í handriti í Lbs. Transformata lögbók Islandorum.

Kona (20. okt. 1715, kaupmáli 12. s.m.). Ragnheiður (f. 1679, d. 26. okt. 1748) Þorsteinsdóttir að Skarði á Skarðsströnd, Þórðarsonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Eggert í Selárdal, Jóhanna óg., átti laundóttur með Jóni Sveinssyni í Tjaldanesi. Almennt er talið, að launsonur Orms sýslumanns (með Katrínu Hafliðadóttur prests að Hrepphólum, Bergsveinssonar, er síðar átti Eyjólf Þórðarson prests í Hvammi, Þórðarsonar) væri síra Jón í Selárdal, og sáu þeir Ormur sýslumaður og síra Eggert, sonur hans, fyrir uppfóstri hans, en hann var kenndur Ormi Jónssyni, vinnumanni sýslumanns (Saga Ísl. VI; BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.