Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ormur Bjarnason

(1680–23. ág. 1764)

Prestur.

Foreldrar: Síra Bjarni Ormsson í Mývatnsþingum og kona hans Ingibjörg Hallgrímsdóttir prests í Myývatnsþingum, Guðmundssonar.

Tekinn í Hólaskóla líkl. 1693, var ekki í skólanum 1 vetur, stúdent 1699, með ágætum vitnisburði, annar tveggja lærisveina Jóns rektors Árnasonar, síðar byskups, er aldrei fekk högg af honum, var síðan hjá foreldrum sínum, vígðist 27. jan. 1704 aðstoðarprestur föður síns, fekk Þingeyraklaustursprestakall 1708, fekk vilyrði umboðsmanns 26. maí 1716 fyrir Breiðabólstað í Vesturhópi, en það ónýttist, fekk Mel 15. maí 1722, sagði þar af sér prestskap 1760 frá fardögum 1761, var prófastur í Húnavatnsþingi 1720–34, aftur 1743–7. Í skýrslum Harboes fær hann ágætan vitnisburð, enda atgervismaður. Hafði fengið slag 1732 og bar þess æ minjar að heilsu.

Kona (18. okt. 1722): Ingiríður (d. 1723) Pálsdóttir prests á Mel, Jónssonar; þau bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.