Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ormur Bjarnarson

(1220 – 28. apríl 1250)

. Goðorðsmaður.

Foreldrar: Björn Þorvaldsson (Gizurarsonar) og Hallveig Ormsdóttir Breiðbælings, Jónssonar í Odda, Loftssonar. Bjó á Breiðabólstað í Fljótshlíð.

Deildi við Snorra Sturluson um móðurarf sinn 1241. Kona: Þórunn, í karllegg af ætt Ingólfs Arnarsonar. Dóttir þeirra: Hallveig átti Gizur Hafurbjarnarson á Seltjarnarnesi; synir þeirra: Styrkár í Nesi og Klofa, Þorbjörn (Sturl.; Ob.Isl.; Melab. ættir; Annálar; SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.