Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Olgeir Friðgeirsson

(28. júlí 1867–24. okt. 1936)

Kaupmaður.

Foreldrar: Friðgeir söðlasmiður Olgeirsson í Garði í Fnjóskadal og kona hans Anna 93 Ásmundsdóttir að Þverá í Dalsmynni, „Gíslasonar. Gerðist snemma verzlm., síðan verzlunarstjóri í Fáskrúðsfirði og Vopnafirði. Kaupmaður í Rv. 1913, forstöðumaður landsverzlunar um hríð, ráðunautur stjórnarinnar um samgöngumál, síðast framkvstj. verzlunar í Rv.

Kona 1 (1896): Ágústa Margrét (d. 1897) Vigfúsdóttir gestgjafa á Akureyri, Sigfússonar.

Sonur þeirra: Ágúst dó nýorðinn stúdent.

Kona 2 (1907): Þorbjörg Einarsdóttir verzlunarstj., Hallgrímssonar (Brot) Óli (Pétur) Finsen (Ólafsson) (1. jan. 1832–2. mars 1897). Póstmeistari í Rv.

Foreldrar: Ólafur landsyfirdómari Finsen (Hannesson byskups) og kona hans María Nikolína, dóttir Óla Péturs Kristjáns Möllers kaupm. í Rv. Tekinn í Reykjavíkurskóla um áramótin 1847–8, stúdent 1856, með 23. eink. (34 st.). Sinnti síðan verzlunarstörfum, varð verzlunarstjóri hjá W. Fischer í Rv., stofnaði síðan bóka- og pappírsverzlun. Hlaut póstmeistarastarfið, er það var stofnað (1872), enda hafði veturinn fyrir kynnt sér slík störf í Danmörku. Hélt því til æviloka og gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Andaðist í Kh., en hafði farið þangað til lækninga.

Kona 1 (1863): Henrika Andrea, dóttir Moritz W. kaupm. Bierings í Rv.

Börn þeirra: Moritz dó í Reykjavíkurskóla, María átti Ólaf verzlunarstjóra Ámundason í Rv., Ólafur læknir á Skipaskaga.

Kona 2 (1875): María Kristín Þórðardóttir dómstjóra, Jónassens.

Börn þeirra, sem upp komust: Sofía átti Pétur stjórnarráðsskrifara Hjaltested, Henrika Andrea verzlm. óg., Þórður verzlm., Karl (Carl) vátryggingaforstj. í Rv., Vilhjálmur sendiherra (BB. Sýsl.; Skýrslur; Ísafold 1897).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.