Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Þórðarson, leppur

(– – 1443)

Lögmaður sunnan og austan 1405–22.

Foreldrar: Þórður sýslumaður í Álptanesi á Mýrum (síðar í Görðum á Akranesi) Flosason prests, Jónssonar, og f.k. hans Ingibjörg Ólafsdóttir á Álptanesi á Mýrum, Oddssonar sst., Haukssonar. Bjó að Ósi í Bolungarvík. Varð fjörgamall.

Kona: Þórdís Sigurðardóttir í Ögri, Þórðarsonar.

Börn þeirra eða hans: Guðni að Hóli í Bolungarvík, Sigurður, Kristín átti fyrst börn nokkur með Lopti ríka Guttormssyni, varð síðan s.k. Höskuldar Runólfssonar, Árni, Vigfús, Brandur krókur, Nikulás(?), Sigurður(?), Þórður, Katrín (Dipl. Isl.; Safn 1; BB. Sýsl.; SD. Lögm.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.