Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Þórðarson

(um 1704–1768)

Prestur.

Foreldrar: Síra Þórður Þorsteinsson í Villingaholti og s.k. hans Guðríður Ásmundsdóttir. Tekinn í Skálholtsskóla 1716, stúdent 1723, virðist 1726 vera í þjónustu Hákonar sýslumanns Hannessonar í Rangárþingi, átti (1737) barn í lausaleik (með Guðríði, systur Ólafs byskups Gíslasonar), sem dó ungt, fekk uppreisn 19. febr. 1734, fekk 12. júlí 1736 Keldnaþing, vígðist 5. ág. s.á., en missti prestskap eftir rúmlega mánuð fyrir barneign með konu þeirri, er hann kvæntist síðar, fekk uppreisn af því broti 10. nóv. 1758, fekk eftir það (1761–") styrk af prestapeningum, bjó lengstum í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð, varð sturlaður á síðari árum og fyrirfór sér í Merkjárgljúfri.

Kona: Helga (f. um 1708, d. 30. jan. 1793) Bjarnadóttir sýslumanns, Nikulássonar,

Börn þeirra: Helga f. k. síra Magnúsar Einarssonar að Kvennabrekku, Jón, Halldór (HÞ. SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.