Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Þórarinsson

(– – 14. jan. 1255)

Bróðir Þorvarðs (sjá ætt þar). Var með helztu valdamönnum landsins um tíma, manna vaskastur. Var fyrst með Þórði kakala, síðan Gizuri Þorvaldssyni og umboðsmaður hans norðanlands.

Féll við fræga vörn í Geldingaholti í Skagafirði við aðsókn Hrafns Oddssonar og Eyjólfs (– – 23 Þorsteinssonar.

Kona: Randalín (enn á lífi 1279) Filippusdóttir í Odda, Sæmundssonar, Jónssonar.

Börn þeirra: Guðmundur grís, Rikiza (Sturl.; Bps. bmf. 1).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.