Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Þorvarðsson

(1744–23. febr. 1804)

Prestur.

Foreldrar: Þorvarður lögréttumaður ríki Einarsson í Brautarholti og s. k. hans Solveig Kortsdóttir lögréttumanns á Kirkjubóli á Miðnesi, Jónssonar. Lærði í 2 ár hjá Sigurði alþingisskrifara Sigurðssyni. Tekinn í Skálholtsskóla 1761, stúdent 1766, var síðan hjá föður sínum og bjó eftir hann í Brautarholti, vígðist 17. okt. 1779 aðstoðarPrestur síra Jóns Þórðarsonar á Reynivöllum, fekk það prestakall 1786 og hélt til æviloka.

Hann var vel látinn og hraustMmenni.

Kona (1769): Kristín (f . um 1747, d. 15. júní 1815) 25 Hálfdanardóttir prests að Eyvindarhólum, Gíslasonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Þorvarður í Brautarholti, síra Hálfdan að Mosfelli í Grímsnesi, Gróa s. k. síra Jóns skálds Hjaltalíns á Breiðabólstað á Skógarströnd, Guðrún s.k. Stefáns amtmanns Stephensens á Hvítárvöllum, Karítas átti Lopt dbrm. Guðmundsson að Hálsi í Kjós, Kristín átti Jóhann Bjarnason á Kaðalsstöðum (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.