Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Þorsteinsson

(16. og 17. öld)

Prestur, Launsonur Þorsteins lögréttumanns Guðmundssonar á Grund í Eyjafirði og Guðrúnar Ásmundsdóttur. Varð fyrst prestur í Eyjafirði (líkl. í Grundarþingum), dæmdur 8. ág. 1554 frá prestskap fyrir barneign með mágkonu sinni á ómagaaldri, og hafa ginnt hana með göldrum, en var leystur frá útlegð og óbótum með stórfé. Bjó síðan um hríð að Felli í Kollafirði, erfðaeign föður hans, varð um 1580 heimilisprestur að Skarði á Skarðsströnd, þjónaði síðan Fellssókn, en hélt Tröllatungu frá því um 1587–98, síðan Bitruþing, eða a.m.k. Óspakseyrarsókn, fyrir og um 1600 og laust eftir, Um galdraorð hans og hólgöngur eru ýmsar þjóðsagnir.

Kona 1: Geirdís Torfadóttir prests í Saurbæ í Eyjafirði, Jónssonar.

Börn þeirra: Jón að Felli og í Tjaldanesi, Nikulás skáld og lögréttumaður á Kijarlaksstöðum, síðast í Brekkubæ, Sigríður átti Sigurð Tómasson að Felli, Guðrún átti Halldór nokkurn.

Kona 2: Sigþrúður Magnúsdóttir.

Börn þeirra (líkl.): Síra Þorsteinn í Skarðsþingum, Sigurður.

Sonur síra Odds, er hann átti með Arnfríði Torfadóttur (mágkonu sinni): Guðmundur að Felli. Ein laundóttir síra Odds hét Hildur átti fyrr Ögmund (líkl, Alexandersson), síðar Hjalta Þorleifsson (Dipl. Isl.; Alþb. Ísl; PEÓIl. Mm.; Saga Ísl. IV; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.