Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Þorláksson

(um 1515 – 1555 eða lengur)

. Prestur.

Hélt Stað í Hrútafirði 1542– 55 eða lengur, eftir séra Þorlák Hallgrímsson. Faðir(?): Þorlákur lögréttumaður Húnvetninga Þórisson, Þorlákssonar. Synir hans gætu verið: Hallur og Ólafur, en það er óvíst.

Þjóðsaga hefir gengið í Hrútafirði um Odd prest, sem haldinn var margvís. Er kennt við þann Odd örnefni milli Stóru-Hvalsár og Borga; ætti hann þá að hafa þjónað Bitruþingum ásamt Stað, eins og einnig gerði Þorlákur prestur (Dipl. Isl. XI, 252; XII, 481: Bps. Sögufél. 11, bls. 29; SD. o.f1.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.