Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Þorkelsson

(– –um 1623)

Prestur.

Foreldrar: Þorkell Hallgrímsson frá Egilsstöðum í Vopnafirði, Þorsteinssonar og Gróa Björnsdóttir. Kemur við skjöl að Hólum óvígður 1579, en varð 1580 prestur í Rauðasandsþingum (heimilisprestur í Bæ), er orðinn prestur að Hofi í Vopnafirði eigi síðar en 1587 og hélt til æviloka.

Kona (19. okt. 1589). Ingibjörg Vigfúsdóttir sýslumanns að Ási í Kelduhverfi, Þorsteinssonar, ekkja síra Bjarna Högnasonar að Hofi í Vopnafirði.

Sonur þeirra síra Odds var Bjarni sýslumaður að Burstarfelli (HÞ: SGrBf.). 24 Oddur Þorleifsson, ríki (1600–1688). Bóndi að Borg.

Foreldrar: Þorleifur í Búðardal Bjarnason að Skarði, Oddssonar, og kona hans Elín Benediktsdóttir sýslumanns ríka, Halldórssonar.

Kona: Guðrún Sæmundsdóttir sýslumanns að Hóli í Bolungarvík, Árnasonar.

Börn þeirra: Síra Sæmundur í Hítardal, Sigríður átti Sigurð sýslumann Magnússon á Skútustöðum (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.