Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Ívarsson

(um 1534– ? )

Prestur.

Foreldrar: Síra Ívar Markússon að Hálsi í Hamarsfirði og kona hans Guðný Hallgrímsdóttir, Þorsteinssonar (föðursystir Guðbrands byskups). Er talinn prestur að Hálsi í Hamarsfirði (eftir föður sinn) og í Berufirði, fekk Klyppsstað 1583, hefir líkl. látið þar af prestskap 1592, bjó að Skriðu í Breiðdal 1594, enn á lífi 8. maí 1595 (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.