Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Árnason

(um 1645–1705)

Prestur.

Foreldrar: Árni lögréttumaður á Skúmsstöðum á Eyrarbakka Pálsson (prests að Klausturhólum, Jónssonar) og kona hans Ásta Sigurðardóttir í Bakkárholti, Ólafssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1657, hefir orðið stúdent líkl. um 1664–5, vígðist 1672 að Kaldaðarnesi, fekk Arnarbæli 1676, Kálfatjörn 1689, í skiptum við síra Sigurð Eyjólfsson, og hélt til æviloka.

Kona (1676). Katrín (f. um 1660) Jónsdóttir prests í Arnarbæli, Daðasonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Jón var í Skálholtsskóla, d. í miklu bólu, Þorbjörg átti Jón sýslumann Ísleifsson að Felli (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.