Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Vídalín

(1759–13. júní 1804)
Sýslumaður. Launsonur Halldórs klausturhaldara Vídalíns á Reynistað og Málmfríðar Sighvatsdóttur. Tekinn í Hólaskóla 1773, stúdent "7. mars 1779, með ágætum vitnisburði, fór utan 1780, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 10. mars 1781, með 1. einkunn, tók próf í heimspeki 18. júlí 1782, í málfræði 24. apr. 1784, í lögfræði 26. jan. 1787, öll með 1. einkunn, fekk Barðastrandarsýslu 14. maí 1788, settist að í Haga, vikið frá af amtmanni 1. febr. 1801 vegna hneykslanlegs drykkjuskapar, en landsyfirdómur vísaði 15. okt. 1802 málinu aftur til rannsóknar heim í hérað, og andaðist Oddur sýslumaður, áður en mál hans væri að fullu dæmt, ókv. og bl. Hann var gáfumaður, vel að sér í latínu og mörgum greinum. Pr. er eftir hann: „Dissertatio de usu linguæ Islandicæ' “, Kh. 1786. Hann var og gott latínuskáld, og er pr. eftir hann í Kh. 1784: „Ode ad regem monarcham Christianum Septimum“, en í handr. eru kvæði eftir hann í Lbs. 1074, Svo., og Ny kgl. Saml. 2125, 4to. (BB. Sýsl.; HÞ.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.