Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Thorarensen (Stefánsson)

(2. sept. 1797–27. nóv. 1880)

Lyfsali.

Foreldrar: Stefán amtmaður Þórarinsson á Möðruvöllum og kona hans Ragnheiður Vigfúsdóttir sýslumanns Scheving. Nam lyfjafræði í Kh. Var fyrst lyfsali í Nesi við Seltjörn, síðar á Akureyri.

Kona 1: Solveig Bogadóttir stúdents að Staðarfelli, Benediktssonar.

Börn þeirra: Stefán sýslumaður í Vaðlaþingi, Jóhann Pétur lyfsali í Melbourne, Jarþrúður óg. og bl., Ragnheiður átti Magnús settan sýslumann í Rangárþingi Blöndal.

Kona 2: Magdalena Friðriksdóttir verzlunarmanns Möllers á Akureyri. Synir þeirra: Friðrik Kristján stúðent, Helgi Edvald (BB. Sýsl.; Okt).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.