Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Sveinsson

(6. júlí 1821–10. júlí 1859)

Prestur.

Foreldrar: Sveinn Steingrímsson í Skál á Síðu og kona hans Ragnhildur Oddsdóttir, Bjarnasonar.

F. að Fossi á Síðu. Föðurbróðir hans, síra Jón Steingrímsson í Hruna, tók hann að sér 10 ára, kom honum fyrir til kennslu hjá síra Markúsi Jónssyni (síðast í Odda), og eftir 4 ára nám þar, var hann tekinn í BessaStaðaskóla 1839, stúdent 1845 (81 st.), var síðan 2 ár kennari hjá síra Hannesi Stephensen að Ytra Hólmi og önnur 2 fekkst hann við að kenna börnum Björns sýslumanns Blöndals, fekk Stað í Súgandafirði 11. maí 1849, en nýtti sér það ekki, Varð skrifari hjá Helga byskupi Thordersen s. á. og í miklu eftirlæti, fekk Rafnseyri 1. nóv. 1850, vígðist 25. maí 1851 og hélt til æviloka, var og prófastur í Vestur-Ísafjarðarsýslu frá 19. ág. 1856 til dauðadags. Hann þjáðist mjög af höfuðveiki og 21 drekkti sér; talið er og, að hann hafi sett fyrir sig, að kona hans átti vingott við mann þann, er hún giftist síðar.

Kona: Þóra Jónsdóttir hreppstjóra að Kóksvatni, Einarssonar.

Börn þeirra: Jón drekkti sér á Akranesi 1883, Sveinn kennari á Akranesi, d. 25. mars 1928, Katrín átti fyrr Ólaf Bjarnason í Litla Teig á Akranesi, síðar Björn Hannesson sst. Þóra ekkja síra Odds átti síðar Kristján Símonarson frá Dynjandi, Sigurðssonar, og fluttust þau til Akraness (Vitæ ord. 1851; SGrBf.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.