Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Stefánsson

(– – 3. dec. 1641)

Prestur.

Foreldrar: Síra Stefán Gíslason í Odda og kona hans Þorgerður Oddsdóttir prests í Gaulverjabæ, Halldórssonar. Stundaði 7 ár (um 1583–90) nám í háskóla í Kh. (og Rostock), var síðan 4 ár (1590–4) rektor í Skálholti, vígðist kirkjuprestur þar 1594, varð síðan aftur rektor þar 1 ár (1596–"7), fekk Laugardælur 1600, Gaulverjabæ 1606 og hélt til æviloka, var officialis í vígsluför Gísla byskups Oddssonar, prófastur í Árnesþingi 1. ág. 1631 og til æviloka. Talinn með lærðustu prestum. Eftir hann er í handr. í Lbs. þýðing á 3. bók Makkabea, en þýðing hans á kirkjuskipan 1629 20 og Ríparartíkulum er í Ny kgl. Saml. 1281, fol. Eitt latínukvæði er til eftir hann.

Kona: Ingibjörg Eiríksdóttir að Eyvindarmúla, Eyjólfssonar í Stóra Dal.

Börn þeirra: Síra Vigfús í Gaulverjabæ, síra Sigurður í Arnarbæli, Nikulás í Sauðholti, Þorgerður átti Jón Arnórsson í Öndverðanesi, hafði áður (um 1643) átt barn með honum, sjá sakeyrisreikning Rangárþings 1643–4 (PEÓl. Mm.; Saga Ísl. V; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.