Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Stefánsson

(1741–18. júní 1804)

Notarius.

Foreldrar: Síra Stefán Ólafsson á Höskuldsstöðum og s.k. hans Sigríður Sigurðardóttir lögsagnara að Geitaskarði, Einarssonar. Tekinn í Hólaskóla 1756, stúdent 31. maí 1761, með góðum vitnisburði, var síðan hjá mági sínum, Þórarni sýslumanni Jónssyni á Grund, fór utan 1762, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 17. dec. s. á., lagði stund á lögfræði, en tók eigi próf, kom til landsins 1767, var hjá Ólafi amtmanni, hálfbróður sínum, varð notarius í yfirdómi á alþingi 11. nóv. 1771, skrifari Thodals stiftamtmanns um 1777, fekk lausn með eftirlaunum frá notariusstarfinu 7. júní 1800, bjó á Þingeyrum frá 1783 og varð þá klausturhaldari þar, en bjó að Giljá stóru frá 1803. Hann þókti lipurmenni.

Kona (5. júní 1777): Hólmfríður (d. 6. sept. 1834, 79 ára) Pétursdóttir sýslumanns, Þorsteinssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Pétur sýslumaður Ottesen að Svignaskarði, Sigríður s.k. Björns dómsmálaritara Stephensens að Esjubergi, Lárus kaupmaður í Rv., Sigríður, óg., d. 16. nóv. 1831 (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.