Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Snorrason, munkur

(12. öld)

Sagnaritari, munkur á Þingeyrum, prestur að vígslu.

Foreldrar: Há-Snorri Oddsson (í beinan karllegg af Steingrími landnámsmanni í Tröllatungu) (Landn., en Sturl. rekur beint til Ketils gufu) og kona hans Álfdís Gamladóttir, Skeggjasonar skammhöndungs, í beinan karllegg af Þórhrólfi fasthalda að Snæfjöllum (Landn.). Eftir hann er Ólafssaga Tryggvasonar (á latínu), varðveitt í þýðingum. Ingvarssaga víðförla er eignuð honum ranglega (sjá FJ. Litt.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.