Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ari Guðnason

(15. og 16. öld)

Foreldrar: Guðni sýslumaður Jónsson að Kirkjubóli og Þóra, laundóttir Björns ríka Þorleifssonar. Engin gögn eru fyrir því, að hann hafi haft sýslu um Húnavatnsþing, sem talið er, þó að svo geti verið. Hann mun hafa búið í Húnavatnsþingi.

Sonur hans: Þormóður sýslumaður á Másstöðum í Vatnsdal (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.