Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Pétursson

(um 1425 – 1490)
. Bróðir Finns í Ljárskógum. Bóndi í Holti í Saurbæ, lögréttumaður og líklega um tíma sýslumaður í Dalasýslu, því hann nefnist oft fyrstur í dómum; átti jarðir um Hrútafjörð, Bitru, Dali og Eyrarsveit (Dipl. Isl. V, 393; VI, 295). Kona: Sigríður Steinþórsdóttir, Andréssonar prests, Arnórssonar prests, Böðvarssonar, Arnórssonar, Ögmundarsonar úr Bæ í Borgarfirði. Synir þeirra: Einar sýslumaður á Geitaskarði, Jón kollur í Holti í Saurbæ (SD.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.