Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Pétursson

(15. öld)

Prestur. Bróðir Sveins byskups spaka. Stundaði nám utanlands og varð baccalaureus. Er orðinn prestur 1461 og hefir þá haldið Hrepphóla, er orðinn officialis 1467. Hefir fengið Stafholt um 1470, og þar er hann enn 1491. Dóttir hans: Gróa (Dipl. Isl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.