Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Oddsson

(um 1565–16. okt. 1649)

Prestur. Faðir: Oddur lögréttumaður Oddsson að Hrauni á Eyrarbakka, Grímssonar. Lærði í Skálholtsskóla, vígðist 1584 kapellán (aðstoðarkirkjuprestur) að Skálholti, varð síðan prestur í Fljótshlíðarþingum, fekk Stað í Grindavík 1603, Reynivöllu 1618, lét þar af prestskap 1643, andaðist í Káranesi. 20. febr. 1642 hljóp snjóflóð á Reynivöllu, tók af hús og hey, en 13 nautgripir týndust, og varð að færa bæinn. Hann þókti manna bezt að sér, nam lækningar af enskum lækni, er hann var í Skálholti.

Eftir hann er lækningabók og ritgerð um Íslenzkar jurtir og grös (í AM., sjá og Lbs.), var 2 söngfróður og samdi sönglög, orkti og þýddi talsvert af sálmum (sjá útl. söfn og Lbs.), samdi nafnaskýringar (Onomatographia, sjá útl. söfn og Lbs.), þýddi Jobsbók (Gl. kgl. saml.). Rím er honum einnig eignað (í AM.).

Kona 1: Sigríður Ólafsdóttir.

Börn þeirra: Síra Jón í Kjalarnesþingum, Ragnheiður átti Eyjólf Narfason á Þorláksstöðum, Guðbjörg átti Halldór Jónsson á Járngerðarstöðum og Hvaleyri, Guðrún átti Hallvarð Gizurarson á Valdastöðum.

Kona 2: Þórunn (d. 28. febr. 1657) Hávarðsdóttir í Herdísarvík, Jónssonar, ekkja Sigurðar Jónssonar (bróður Páls að Hólmi í Leiru og Þorleifs í Hrúðurnesi); þau síra Oddur bl. (PEÓI. Mm.; Saga Ísl. V; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.