Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Magnússon

(– –um 1691–2)

Lögréttumaður o. fl.

Foreldrar: Síra Magnús Jónsson að Mælifelli og síðari kona hans Ingiríður Jónsdóttir pr. í Miklagarði, Þórðarsonar. Er kominn á Suðurland eigi síðar en 1663.

Er orðinn lögréttumaður 1675, getur síðast á alþingi 1691. Var lögsagnari í Vestmannaeyjum við og við fyrir Markús sýslumann Snæbjarnarson að Ási á árunum 1670–um 1683. Bjó á Sperðli í Landeyjum, þá í Varmadal á Rangárvöllum (frá 1670), síðast í Haga í Holtum og mun hafa andazt þar. Varð ráðsmaður í Skálholti frá 1688 líkl. til æviloka. Talinn skýr maður og vel efnum búinn.

Kona 1: Þorbjörg Sigurðardóttir að Ási í Holtum, Hákonarsonar,

Sonur þeirra: Einar á Sperðli.

Kona 2: Halldóra Magnúsdóttir prests í Kálfholti, Pálssonar, ekkja Jóns Jónssonar, Eyjólfssonar.

Börn þeirra Odds: Síra Magnús í Reynisþingum, Guðrún fyrsta kona Einars í Haga í Holtum Magnússonar að Háfi, Guðmundssonar, Þorbjörg s. k. Jóns í Marteinstungu, Magnússonar (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.