Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Magnússon

(um 1777–29. júlí 1824)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Magnús sýsluMaður Gíslason að Geitaskarði og kona hans Helga Jónsdóttir kirkjuprests að Hólum, Halldórssonar. Ólst upp að Hrafnagili eftir lát föður síns (1789). hjá síra Erlendi Jónssyni, tekinn í Hólaskóla 1794, stúdent 10. maí 1799, var síðan um tíma í Húnavatnsþingi, en fluttist 1803 í Eyjafjörð, bjó um tíma á Laugalandi, en síðar að Munkaþverá (eða var þar til heimilis), fluttist 1818 að Auðunarstöðum, hætti þar búskap í fátækt 1823, fluttist þá að Hjaltabakka og andaðist þar.

Kona 1: Guðrún Jónsdóttir að Reykjum, Egilssonar; þau bl.

Kona 2: Þóra (f. 1793, d. 5. apr. 1865) Nikulásdóttir Bucks á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi.

Börn þeirra, sem upp komust: Pétur að Torfalæk, Ingibjörg f.k. Kristófers Sveinssonar að Enni í Refasveit (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.