Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Magnússon

(1713–10. jan. 1738)

Alþingisskrifari.

Foreldrar: Síra Magnús Markússon á Grenjaðarstöðum og kona hans Guðrún Oddsdóttir klausturhaldara á Reynistað, Jónssonar. Lærði hjá síra Þorleifi Skaftasyni og stúdent frá honum úr heimaskóla 1731, fór utan 1733, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 28. nóv. s. á., lagði stund á lögfræði, varð alþingisskrifari 27. mars 1734, kom samsumars til landsins, settur sýslumaður í Hegranesþingi 22. okt. 1735, fekk 1736 Reynistaðarklaustur og setti þar bú s.á., 21. júlí 1736 fal amtmaður honum forsæti í allsherjarprestastefnu á Flugumýri í sinn stað, varð ráðsmaður Hólastóls 10. ág. 1737. Hann var talinn mikill atgervismaður; hann var og hagmæltur (sjá Lbs.), en pr. er latínukvæði eftir hann framan við Hústöblu síra Jóns Magnússonar, Kh. 1734, Þingbók hans í Hegranesþingi 1736– er til í þjóðskjalaSafni. Þrotabú var eftir hann.

Kona (21. okt. 1736): Sigríður Sigurðardóttir lögsagnara að Geitaskarði, Einarssonar; áttu 1 barn, sem dó ungt. Sigríður Ekkja hans varð síðar s.k. síra Stefáns Ólafssonar á Höskuldsstöðum (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.