Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Kolsson

(um 1040– um 1100 eða síðar)
. Sagði Ara fróða fyrir um ævi Noregskonunga, einkum Ólafs Haraldssonar og fram um daga Haralds Sigurðssonar (formáli Heimskringlu). Kona: Ólöf Özurardóttir á Breiðá, Hróaldssonar (Özurarsonar keiliselgs, Hrollaugssonar). Dóttir (líklega): Ónefnd kona Gizurar Einarssonar í Vopnafirði; sjá hann (Landn.; Njála; Þorsteins saga Síðu-Hallssonar; SD.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.