Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Oddur Jónsson, digri

(1648 –7. nóv. 1711 fremur en 1712)

Klausturhaldari.

Foreldrar: Síra Jón skáld Arason að Vatnsfirði og kona hans Hólmfríður Sigurðardóttir. Ráðsmaður að Hólum 1675–8, klausturhaldari á Reynistað 1678–99, var síðast í Gröf á Höfðaströnd (með systur sinni) og andaðist þar.

Mikill vexti og svo feitur, að hestar báru hann skammt. Hefir verið hneigður til fróðleiks, sem þeir frændur, og eru uppskriftir handrita eftir hann í Lbs.

Kona (25. ág. 1672): Guðlaug (d. 14. ág. 1703) Guðmundsdóttir að Keldum, Torfasonar. Dætur þeirra: Ingibjörg f.k. síra Þorsteins Ketilssonar að Hrafnagili, Guðrún átti síra Magnús Markússon á Grenjaðarstöðum, Þórunn átti síra Arnbjörn Jónsson að Undornfelli (Ann. bmf. III; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.